Týndir fótboltastrákar

Tham Luang Nang Non heitir hellir í norður Tælandi þar sem talið er að drengirnir tólf séu staðsettir. Drengirnir eru aldrinum 12-16 ára og þjálfari þeirra 25 ára.

Yfirvöld settu varúðarráðstafanir í gang strax á laugardag þegar hjól þeirra og bakpokar fundust fyrir utan hellinn en erfitt reynist tælensku björgvunarsveitinni að athafna sig því mikil rigning hefur dunið á undanfarna daga. Rigningin veldur því að flóð og lekar eiga sér stað inní hellinum sem spannar eina 10 kílómetra og mikið af göngum og torförnum leiðum eru á víð og dreyf. Bandaríkjaher hefur nú þegar sent björgunarmenn á vettvang en aðstæður eru erfiðar. 

\"\"

Kafarar, klifurmenn og gönguhópar hafa verið að störfum síðan á laugardag og á þriðjudaginn fundu kafararnir að þeir telja nýleg fótspor sem gætu verið eftir liðið. 

 

Sjá nánar á vef CNN