Tvísýnar horfur

Þingkosningar á Noregi

Tvísýnar horfur

Norskir kjósendur ganga að kjörborðinu eftir röskar þrjátíu klukkustundir. Á kjörskrá eru rúmlega þrjár og hálf milljón. Einir tuttugu og fjórir flokkar bjóða fram þrjú hundruð og fimmtán framboðslista.

Frambjóðendur teljast vera 4.438 talsins. Kosið er um 169 Stórþingssæti í nítján kjördæmum og áttatíu og fimm þingsæti tryggja stjórnarmeirihluta. Átta þingflokkar sátu á Stórþingu á liðnu kjörtímabili. 

Nýjasta skoðanakönnunin sem HRBR hefur undir höndum spáir norska Verkamannaflokknum 25,8% fylgi og norska Hægri flokknum 24,2% fylgi. Aðrir flokkar mælast með fylgi sem er undir 10% og undir 5%.

Stjórnmálaskýrendur helstu fjölmiðla í Noregi eru sammála um að afar mjótt verði á milli þeirra tveggja höfuðfylkinga sem þeir segja að takist á í kosningunum á morgun.

Annars vegar nefna þeir Rauðgrænu fylkinguna á vinstri armi stjórnmálanna og hins vegar nefna þeir Borgaralegu fylkinguna á hægri armi stjórnmálanna. Þetta eru auðvitað merkimiðar brúkaðir til hagræðis.

Þeir minna þó á að stjórnmálahugtökin "vinstri" og "hægri" hafi enga sérstaka merkingu lengur í norskum stjórnmálum.

Öll fram boð segja þeir séu fremur lýðhyllisframboð (popúlísk).

Eitt er því nokkuð öruggt segja sérfræðingar í norskir pólitík. Popúlistar munu stjórna Noregi fram til næstu þingkosninga árið 2021.

 

Nánar www.nrk.no/valg2017 www.no.m.wilkipedia.org/wiki/Stortingsvalget 2017

frettastjori@hringbraut.is   

 

 

Nýjast