Tveir menn liggja á bráðadeild eftir eldsvoða í hlíðunum í nótt

Tveir menn voru fluttir á bráðadeild eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í hlíðunum klukkan rúmlega hálf tvö í nótt.

Mennirnir voru í íbúðinni þegar lögreglan kom á vettvang og voru efri hæðir hússins rýmdar á meðan slökkvistarf stóð yfir. Íbúar fengu að fara aftur í íbúðir sínar þegar slökkvistarfi lauk. Upplýsingar um eldsupptök liggja ekki fyrir.

Lögreglan stöðvaði bifreið um 23 leitið í gærkvöldi. Ökumaðurinn var ung kona sem grunuð er um akstur bifreiðarinnar undir áhrifum fíkniefna ásamt því að aka svipt ökuréttindum. Bifreiðin reyndist stolin og voru bæði ökumaðurinn og farþegi bifreiðarinnar grunuð um vörslu fíkniefna og hilmingu. Þau voru vistuð í fangageymslu lögreglu á meðan rannsókn málsins fer fram.

Þá fékk lögreglan tilkynningu um slys við Kjóavelli í garðabænum um sjö leitið í gærkvöldi. Kona datt af hesti og var með áverka á höfði. Hún var flutt með sjúkrabifreið á bráðadeild og er samkvæmt upplýsingum frá bráðadeild við ágætis líðan.