Tryggvi: „náði ekki að ræða við afa áður en hann dó en ég hef þó dagbækurnar hans“

Tryggvi Rúnar Brynjarsson dóttursonur Tryggva Rúnars Leifssonar eins dómþolenda í Guðmundar og Geirfinnsmálinu er harðorður í garð sáttanefndarinnar í málinu gagnvart dómþolendum og afa sínum í viðtalið við Lindu Blöndal í 21 í kvöld.  

Hann segir í samtalinu að hann hefið haldið að mótspyrnan væri hjá dómstólum og stjórnsýslunni en hafi nú komist að því að það sé líka í pólitíkinni og hjá stjórn landsins. Vonbrigðin séu mikil.

\"\"

Tryggvi Rúnar sem er ungur sagnfræðingur og kennari segir engan hafa talað við fjölskylduna þegar sáttanefndin tók við stuttu eftir sýknu fimmmenninga og algerlega brugðist vonum fjölskyldunnar sem var bjartsýn á framhaldið í september í fyrra.

Tryggvi Rúnar eldri lést af krabbameini 1.maí 2009 en Tryggvi yngri ólst að miklu leyti upp hjá honum og ömmu sinni.

Tryggvi Rúnar var alinn upp að stórum hluta hjá afa sínum og nafna og ömmu og voru þeir miklir mátar. Tryggvi Rúnar náði þó ekki að ræða lífsreynslu afa síns við hann þar sem afi hans var orðin mjög veikur af krabbameini þegar Tryggvi yngri hafði loks vit á að geta spurt hann útúr. \"Ég hef þó dagbækurnar\", segir Tryggvi við Lindu.

\"\"

Tryggvi Rúnar Leifsson hlaut þrettán ára fangelsisdóm fyrir aðild sína í málinu árið 1980 og fékk . Tryggvi Rúnar yngri skrifaði meistararitgerð sína um sakamálið og þá sérstaklega um afa sinn í því. 

Endurupptaka málsins hófst með því að dagbók afa Tryggva úr fangelsinu var send Gísla Guðjónssyni réttargeðlækni sem taldi sannað að í málinu hefðu sakborningar farið með falskar játningar. Fjölskyldan krafðist endurupptekningar sem varð úr og í kjölfarið voru fimm í málinu sýknaðir af því að hafa banað mönnunum tveimur á áttunda áratug síðustu aldar.