Trump: „heimskuleg spurning.“

Donald Trump forseti Bandaríkjanna svaraði spurningu fréttamanns á all hastarlegan hátt þegar fjölmiðlar ræddu við forsetann og Emmanuel Macron Frakklandsforseta eftir fund þeirra í Hvíta húsinu í morgun.

Spurningin var um það hvort Trump væri að velta fyrir sér að náða Michael Cohen, einkalögmann sinn, ef til þess kæmi að hann hlyti dóm.

„Heimskuleg spurning,“ hreytti Trump í fréttamanninn. Lögregla gerði húsleit á dögunum hjá Cohen sem er til rannsóknar fyrir brot, sem hugsanlegt er að geti tengst forsetanum, en þeir Cohen hafa starfað náið saman gegnum árin.

Þær tvær náðanir sem Trump hefur veitt hingað til hafa vakið spurningar um að hann sé að vekja vitnum í Rússamálinu vonir um að hann muni náða viðkomandi.

 

\"Stupid question,\" Trump tells a reporter during an Oval Office meeting with French President Macron. pic.twitter.com/dz6q6VBxdC

— David Taintor (@davidtaint) April 24, 2018