Trump kemur fáu sem engu í verk

Það er ekki gott um það að segja að heimsbyggðinni stafi ógn af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, en hann er vissulega ólíkindatól og til alls líklegur, þótt á hitt beri að líta að heima fyrir og erlendis er hann afskaplega verklítill.

Þetta segir Bogi Ágústsson fréttamaður sem rýnir í helstu fréttamálin í Ritstjórunum í kvöld og sessunautur hans, Ögmundur Jónasson tekur undir orð gamla samstarfsfélagans síns á fréttastofu RÚV, en bætir við að helsta hættan af Trump stafi af því að espi upp öfgaöflin í heimi hér. Annars segi það sína sögu að Suður-Kóreumenn, sem hann hafi nýverið spurt hvort þeir óttuðust ekki einræðisherrann í norðri, kváðust miklu fremur óttast vitleysinginn í austri en þann í landinu fyrir ofan sig.

Opinberlega er nú talað um meinta geðveilu Donalds trump í bandarískum fjölmiðlum og segir Joe Scarborough, blaðamaður Washington Post að glundroðinn í Hvíta húsinu hafi ekki verið meiri frá 1974 þegar Richard Nixon varð að axla sín skinn. Jafnvel þingmenn repúblikana eru farnir að tala um geðbilun forsetans og segja að starfsfólk Hvíta hússins reki í raun barnaheimili fyrir forsetann; þroski hann sé ekki meiri en svo.

Um þetta er rætt í Ristjórum kvölffsins, svo og hvar Bretar enda eftir Brexit og hugmyndir manna um Sambandsríki Evrópu, því spurningin er líka hvað verður um ESB eftir að Bretar með sinn 60 milljóna manna markað standa einir eftir.

Ritstjórarnir byrja klukkan 21:00 í kvöld.