Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW

Visir.is greinir frá

Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW

Viðræðum Icelandair og WOW air, er sneru að sameiningu eða kaupum fyrrnefnda félagsins á því seinna, er lokið.

Samkvæmt frétt Kjarnans um málið funda forsvarsmenn félaganna nú með stjórnvöldum þar sem farið er yfir stöðu mála og næstu skref. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar kvaðst þó ekki geta veitt upplýsingar um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því. 

Hér má lesa stutta tilkynningu Icelandair:

„Icelandair Group hefur ákveðið að ekki muni verða af hugsanlegri aðkomu félagsins að rekstri flugfélagsins WOW air sem tilkynnt var um hinn 20. mars sl. Þar með hefur viðræðum á milli aðila verið slitið.“

Hvorki hefur náðst í Skúla Mogensen, forstjóra og eina eiganda WOW, né Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa félagsins, vegna málsins.

Viðræðurnar strönduðu á fjárhagsstöðu WOW

https://www.visir.is/g/2019190329348

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að rekstur og fjárhagsstaða WOW air væri með þeim hætti að forsvarmenn Icelandair treystu sér ekki til að halda áfram með málið.

Nýjast