Segja lögguna vísa konum á dyr

Það ríkir ennþá andvaraleysi gagnvart kynferðisbrotum hjá yfirvöldum þessa lands að því er þær Fanney Birna Jónsdóttir, aðstoðarritstjóri Kjarnans og Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri Vikunnar fullyrða í Ritstjórunum sem frumsýndir voru í gærkvöld.

Og Steingerður bætir um betur; alltof margir tréhestar séu ennþá að störfum innan lögreglunnar sem ýmist loki á konur sem kvarta undan ofbeldi manna sinna eða draga úr vilja þeirra til að leggja inn kæru. Hún tekur dæmi af konu sem hún tók nýlega viðtal við í blaði sínu, Vikunni, sem hafi búið við óggnarstjórn eiginmannsins á heimilinu, en hún hafi fengið þá ráðleggingu frrá lögreglumanni að það yrði nú leiðinlegt fyrir næsta húsbónda hennar ef hún hefði haft það á samviskunni að hafa kært þann fyrrverandi. Hún hefði rætt við fjölda kvenna um þetta efni - og margar þeirra heefði beinlínis verið hvattar til að láta málið niður faalla ogg fara aftur heim til karlsins. Þetta væri með ólíkindum. Fanney nefnir svo mál starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur, það sé einfaldlega klúður, en athygli veki engu að síður - og segi kannski sitt til afstöðu manna til þessa málaflokks - að þar hafi enginn verið dreginn til ábyrgðar. Það ríki andvaraleysi í þessum málaflokki - og þótt Sigríður Björk hafi gert skurk í málinu, dugi það ekki til ... \"enda tréhestarnir\" ennþá of margir þar innandyra, endurtekur Steingerður.

Borgarpólitíkin er einnig til umfjöllunar, einkum og sér í lagi hvort Eyþór Arnalds sé að taka áhættu með því að endurnýja að mestu framboðslista flokksins, en Fanney Birna telur að það geti verið vænlegt, Steingerður ráðleggur Eyþóri að gera sig ekki að sterka leiðtoganum á kostnað þeirra sem á eftir koma, en slíkt sé partur af fortíðinni.

Stóra umskurðarmálið fær sitt pláss, sem varla á heima á Íslandi, að mati Fanneyjar Birnu, enda Ísland ekkert fjölmenningarland, ennþá - og loks er farið út að aka með Ásmundi víðförla sem fær á hann í þættinum.

Ritstjórarnir eru frumsýndir á þriðjudagskvöldum klukkan 21:00 í kvöld, endursýndir í dag og einnig sjáanlegir á vefnum hringbraut.is undir flipanum sjónvarp.