Tómas Lemarquis með Gullbjörninn

Rúmensk mynd með íslenskum leikara vann í Þýskalandi:

Tómas Lemarquis með Gullbjörninn

Rúmenska kvikmyndin Snertu mig ekki vann Gullbjörnin í Berlín í gærkvöld, en íslensli leikarinn Tómas Lemarquis fer með eitt aðalhlutverkanna í myndinni sem vakið hefur mikla athygli í Evrópu.

Tómas er hlaðinn lofi fyrir leik sinn í myndinni, en hann hefur átt velgengni að fagna í evrópska kvikmyndaheiminum á undanförnum árum og leikið þar í fjölda mynda sem vakið hafa athygli.

Gullbjörnin er ein af þremur helstu kvikmyndaverlaununum í Evrópu og þykja mjög virt og veera ávísun á velgengni þeirra mynda sem þau hreppa.

Nýjast