Tólf daga Asíuheimsókn að baki

Forseti Bandaríkjanna lýkur Asíuheimsókn

Tólf daga Asíuheimsókn að baki

Donald J. Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna fyrir réttu ári og hefur setið sem forseti í tíu mánuði.  Þessi nýafstaðna heimsókn til Asíu markar hvorki þáttaskil  í utanríkisstefnu Bandaríkjanna né í samskiptum þeirra við þær þjóðir sem Donald J. Trump heimsótti.

Hafa ber í huga að Donald J. Trump situr sem forseti næstu þrjú ár og Xi forseti Kína í fimm ár. 

Báðir bíða þess nú með stóískri þolinmæði að Valdimir Putin forseti Rússlands endurnýji til fimm ára sitt umboð næsta vor. 

Þangað til sitja Trump og Xi aðgerðalausir og leggja ekki ótilneyddir inn á nýjar brautir erfiðleilka og umskipta.  Nýtt þrístjóraveldi verður til næsta vor.  Þá kann að draga til tíðinda.   

En Xi forseti Kína íhugar enn sem fyrr hvenær renna mun upp dagur þess mikilfengleika sem er samboðin Alþýðulýðveldinu Kína.  Xi forseti kann að bíða enda liggur Kína ekkert á. 

Forseti Bandaríkjanna vék ekki einu orði að óþægilegum innanríkismálum Kína í samtölum við Xi forseta og aðra ráðamenn.  Það kann Xi forseti að meta. Honum nægir að samvinna Bandaríkjanna og Kína verður sem fyrr tilefni magnaðra deilna í bandarískum stjórnmálum. 

Þessar deilur munu magnast í Bandaríkjunum í kjölfar Asíuheimsóknar Trump forseta.  Það þjónar langtímamarkmiðum Alþýðulýðveldisins Kína. 

Það markmið er einfalt.  Alþýðulýðveldið Kína hættir að vera annars flokks stórveldi án orku til að láta verulega til sín taka í heimi nútímans.  

Xi forseta tekst að flækja Bandaríkin inn í deilur Alþýðulýðvledisins Kína við grannríki landsins um yfirráð á Suður-Kínahafi.  Ef illa tekst til þá teflir það ævintýri í hættu völdum Xi forseta og fylgismanna hans. 

Ef þetta lukkast eflist Xi forseti og yfirráð kommúnista í Kína eflast enn frekar og vegur Kína í Asíu vex. 

 

 

 

frettastjori@hringbraut.is

Nýjast