Tímabilið byrjar vel hjá sturlu snæ landsliðsmanni

Sturla Snær Snorrason A-landsliðs maður í alpagreinum skíða stóð sig prýðilega í svigi um helgina. 

Svig mótin tvö voru haldin í Pass Thurn í Aust­ur­ríki en Sturla keyrði útúr braut í neðstu nálinni í seinni ferð fyrra mótsins. 

Á seinna mótinu var sagan önnur þar sem Sturla nældi sér í 9.sæti, einungis 0.84 sek samanlagt á eftir fyrsta manni.  

\"Ég var með betri tíma í fyrri ferðinni og var þá sjötti. Í seinni ferð gerði ég lítil mistök sem kostuðu mig þrjú sæti.\" \"Ég er þó sáttur með þennan árangur og hlakka til að eiga frábært tímabil framundan. Á síðasta tímabil þá lendi ég í því að slasast tvisvar og keppti þar af leiðandi lítið sem ekkert, svo að nú er bara allt sett í botn.\" 

\"\"

Segir Sturla Snær Snorrason sem fékk 28.06 FIS stig fyrir þennan árangur sem er bæting á heimslista og vann sig því upp um nokkur sæti.

Það verður spennandi að fylgjast með Sturlu á mótinu um næstu helgi í Seefeld, Austurríki.