Til vonar og vara

Stjórnvöld stóðu fyrir fundaröð um netöryggismál í íslensku samfélagi. Þetta er hluti af úttekt á stöðu netöryggismála hér á landi. Samið var við Oxford háskólann um að framkvæma þessa úttekt.

Háskólinn mun skila skýrslu sinni um stöðu netöryggismála á Íslandi í haust. Á skýrslan að nýtast stjórnvöldum við stefnumótun og forgangsröðun aðgerða til að efla netöryggi í íslensku samfélagi í heild.

Oxford háskólinn þróaði líkan sem nýtist við að leggja mat á hversu vanþróða eða þróað netöryggi er í því samfélagi sem úttetktin er gerð á.

rtá