Því eru bifreiðagjöld á traktorum?

Jóhanna María Sigmundsdóttir, fráfarandi þingmaður Framsóknarflokksins, spyr Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvaða forsendur séu fyrir álagningu bifreiðagjalds á landbúnaðarvélar. Og eins hvort horft sé aðeins til stærðar kassa við útreikning gjaldsins eða einnig til notkunar, svo sem hvort vélin er notuð annars staðar en á vegslóðum, túnum o.þ.h. á landareign eiganda?

Það er ekki allt, hún spyr einnig: hver er heildarupphæð bifreiðagjalds á nýskráðar landbúnaðarvélar ár hvert og hvort standi til að endurskoða álagningu bifreiðagjalds á landbúnaðarvélar?