Þrjár konur kvarta nafnlaust yfir framkomu forstjóra matís

Þrjár konur sem starfa hjá Matís sendu nafn­laust bréf til stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins í kjöl­far umræðu í byrjun des­em­ber síð­ast­lið­ins um mót­mæli fyrir framan heim­ili Stein­unnar Val­dísar Ósk­ars­dóttur árið 2010. 

Segir í bréf­inu að til­efni þess sé að þær séu væg­ast sagt ósáttar við að for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar, Sveinn Mar­geirs­son, skuli hafa farið fremstur í flokki og að auki staðið að hvatn­ingu og skipu­lagn­ingu í aðdrag­and­an­um, þegar mjög óvægin og afar ósann­gjörn aðför hafi verið gerð að kyn­systur þeirra, Stein­unni Val­dísi Ósk­ars­dótt­ur, eins og hafði verið dregið fram í dags­ljós­ið. 

Sjöfn Sig­ur­gísla­dóttir stjórn­ar­for­maður Matís segir málið í skoðun og Sveinn seg­ist í sam­tali við Kjarn­ann ekki vilja tjá sig um bréfið eða efni þess að svo stödd­u.