Þrír miðjuflokkar með alla fylgisaukninguna

Nú stytt­ist í að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur leggi fram sitt fyrsta alvöru fjár­laga­frum­varp sem er að fullu mótað af áherslum henn­ar. Í fyrra var það lagt 14. sept­em­ber og þáver­andi rík­is­stjórn náði að sitja í rétt rúman sól­ar­hring eftir þann gjörn­ing þar til að hún sprakk vegna upp­reist æru-­máls­ins og boðað var til kosn­inga. Þær fóru fram 28. októ­ber 2017.

Miklar svipt­ingar hafa orðið á fylgi stjórn­mála­flokka sem sæti eiga á Alþingi frá því að þær fóru fram. Nú mæl­ast stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arn­ir, sam­kvæmt nýj­ustu könnun Gallup, með mun meira fylgi en stjórn­ar­flokk­arnir og frjáls­lyndir miðju­flokkar bæta mestu fylgi við sig. Þrír slíkir hafa aukið fylgi sitt 11,9 pró­sentu­stig á tæpum tíu mán­uð­um, eða um 40 pró­sent.

Nánar á

https://kjarninn.is/skyring/2018-08-15-thrir-midjuflokkar-hafa-tekid-til-sin-alla-fylgisaukninguna-fra-kosningum/