Þrír létust og fimm særðust í utrecht

Þrír eru látnir og fimm særðust í skotárás í sporvagni í borginni Utrecht í Hollandi í gærmorgun. Árásarmaðurinn, 37 ára gamli Tyrki að nafni Gökmen Tanis, var handtekinn síðdegis í gær eftir að hafa lagt á flótta að árásinni lokinni. Mbl.is greinir frá.

Í morgun yfirheyrði hol­lenska lög­regl­an Tanis auk tveggja annarra manna vegna árásarinnar. Lögreglan hefur ekki gefið upp hver tengsl mannanna tveggja við árásina séu.

Í gær sagði borgarstjóri Utrecht að málið sé rann­sakað sem hryðju­verk. Lög­regl­an vill þó ekki úti­loka að ástæða árás­ar­inn­ar hafi verið önn­ur, til að mynda fjöl­skyldu­erj­ur. Recep Tayyip Erdog­an, for­seti Tyrk­lands, seg­ir leyniþjón­ustu Tyrk­lands vera að skoða árásina og hefur hann gefið í skyn að ástæða hennar væri fjöl­skyldu­erj­ur.

BBC hefur eft­ir tyrk­nesk­um kaup­sýslu­manni að Tan­is hafi á árum áður tekið þátt í átök­um í Tsjetsjeníu, en hóp­ar víga­manna með tengsl við víga­sam­tök­in Ríki íslams hafa lengi starfað á svæðinu. „Hann var hand­tek­inn vegna tengsla sinna við Ríki íslams, en var svo síðar lát­inn laus,“ sagði kaup­sýslumaður­inn við BBC.