Þriðji orkupakkinn kallar ekki á endurskoðun

„At­hugun á inni­haldi þriðja orku­pakk­ans styður ekki sjón­ar­mið um að inn­leið­ing hans fæli í sér slík frá­vik frá þverpóli­tískri stefnu­mörkun og rétt­ar­þróun á Íslandi að það kalli sér­stak­lega á end­ur­skoðun EES-­samn­ings­ins. Með inn­leið­ingu hans væri ekki brotið blað í EES-­sam­starf­in­u.“

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nið­ur­stöðum grein­ar­gerðar Birgis Tjörva Pét­urs­sonar hrl. þar sem fjallað er um hinn svo­kall­aða þriðja orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins. Hann hefur valdið nokkrum deilum innan stjórn­mála­flokka, og var meðal ann­ars haldin fjöl­mennur fundur í Val­höll á dög­un­um, þar sem efa­semd­ar­menn um þriðja orku­pakk­ann komu sam­an, og komu þar fram sjón­ar­mið um að með sam­þykkt hans væri grafið undan full­veldi lands­ins. 

Nánar á

https://kjarninn.is/frettir/2018-09-17-thridji-orkupakkinn-kallar-ekki-endurskodun-ees-samningsins/