„Þráði heitast að fá bara að sofna“

Söfnun fyrir Erlu Kolbrúnu - 21 í kvöld:

„Þráði heitast að fá bara að sofna“

Erla Kolbrún Óskarsdóttirog Fríða Rut Heimisdóttir
Erla Kolbrún Óskarsdóttirog Fríða Rut Heimisdóttir

Árið 2010 var örlagaár í lífi  Erlu Kolbrúnar Óskarsdóttur. Lífið gekk sinn vanagang og Erla og eiginmaður hennar áttu von á sínu öðru barni og Erla var í námi í lyfjatækni. Eftir fæðinguna fór hins vegar að bera á miklu  endaþarmsigi, eftirkvilla sem er algengur hjá konum eftir barnsburð. Erla Kolbrún gat farið á Landspítalann í aðgerð til að laga þetta, eins og margar aðrar konur á undan, en biðlistinn var langur eða 2 ár. Henni var þá bent á lækni á Akranesi þar sem hún komst fljótt að. Þetta var árið 2012.

Eftir aðgerðina verður Erla Kolbrún strax alvarlega veik og missir oft meðvitund af kvölum. Skömmu síðar komu í ljós óafturkræfar taugaskemmdir sem valda stöðugum og óbærilegum kvölum. Erla fékk nokkrar bætur enda orðin óvinnufær en í opinberum skýrslum var málið skilgreint sem „vanræksla“ af hálfu læknisins en Erla segir að í sínum huga séu þetta læknamistök. Undanfarin 6 ár hefur Erla verið undirlögð kvölum og illa getað sinnt dætrum sínum og alls engri vinnu.

Eiginmaður Erlu hefur staðið þétt við hlið hennar allan þennan tíma og dæturnar eru nú orðnar átta og tólf ára. Sá tími kom þó á þessu árabili að Erla bugaðist og reyndi tvívegis sjálfsvíg. „Ég þráði ekkert heitar en að fá bara að sofna“, segir hún í viðtali hjá Lindu Blöndal á í þættinum 21 í kvöld.  Erla eygir nú von um að fá líf sitt til baka ef svo má segja.

Með Erlu Kolbrúnu í viðtalið kemur Fríða Rut Heimisdóttir sem stýrir söfnun svo Erla komist til Bandaríkjanna í aðgerð sem gæti orðið til þess að Erla endurheimti heilsu sína.

Safna þarf um 2 milljónum króna og á facebooksíðu söfnunarinnar má fá allar upplýsingar – bæði má kaupa ýmislegt eða bara styrkja Erlu Kolbrúnu beint.

Smellið hér til að komast inn á facebook síðuna.

Nýjast