Þorsteinn már í 21 á hringbraut í kvöld

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja mætir í viðtali hjá Sigmundi Erni í þættinum 21 í kvöld og ræðir aðgerðir Seðlabankans gegn fyrirtækinu undanfarin sjö ár sem hefur ekki staðist og hæstirréttur kveðið uppúr með það. 

Þorsteinn Már hefur sagt að fram­ferði seðlabanka­stjóra gagn­vart Sam­herja og mörg­um öðrum sé „ekk­ert annað en glæp­sam­legt“.

Hæstirréttur hefur sem kunnugt er staðfest dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá því í apríl í fyrra um að felld skyldi úr gildi 15 millj­óna króna stjórn­valds­sekt sem Seðlabanki Íslands lagði á fyr­ir­tækið Sam­herja fyr­ir brot á gjald­eyr­is­lög­um.

Sjö ára ferli málsins er því lokið.