Þórólfur telur ferðamenn sækja Ísland heim vegna „öruggra matvæla“: Erlent kjöt ógn og vill varnir

Þórólfur telur ferðamenn sækja Ísland heim vegna „öruggra matvæla“: Erlent kjöt ógn og vill varnir

Þórólf­ur Gísla­son er kaup­fé­lags­stjóri Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga og KS eru miklir talsmenn þess að vernda sérstöðu Íslands sem matvælaframleiðslulands. KS velti um 36 milljörðum króna á síðasta ári. Þá skilaði það fimm milljörðum króna í hagnað. KS á ríflega fimmtungshlut í Morgunblaðinu og þriðjungshlut í Brim hf. Þórólfur var í ítarlegu viðtali í í Morgunblaðinu í gær. Við sinn eigin miðil sagði Þórólfur:

„Við erum talsmenn þess að fara verði mjög varlega í innflutning á hráu kjöti og öðru því um líku. Í landinu er mikil sérstaða, og með slíku væri verið að ógna henni.“

Þá bætti Þórólfur við: „Ég tel að ferðamenn komi ekki bara hingað útaf fallegri náttúru, heldur einnig af því að hér geta þeir gengið að öruggum matvælum. Við vörum mjög við því að stigin verði stór skref í þessu og teljum að tíminn vinni þarna með okkur. Við þurfum að hinkra og vanda okkur. [...]Óspillta náttúru og hreinleika matvæla er ekki hægt að byggja upp í sýndarveruleika. Þess vegna þarf að búa til varnir.“

Þá bætir Þórólfur við: „Við höfum trú á því að það verði fallist á sérstöðu Íslands í þessum efnum ef gerð verður skilmerkileg grein fyrir henni. ESB og aðrir munu skilja að hér sé skynsamlegt að halda hreinum bústofnum og halda uppi hágæða matvælaframleiðslu til lengri tíma, og ég treysti á að það verði ekki alþjóðlegur þrýstingur á að rústa þessum miklu lífsgæðum og samkeppnisforskoti. Ég held að íslensk stjórnvöld eigi að standa mjög fast á rétti þjóðarinnar í þessum efnum.“

Við minnum á Facebook-síðu Hringbrautar. Þar er að finna áhugaverðar fréttir og þá er ýmislegt spennandi framundan fyrir vini Hringbrautar á Facebook. SMELLTU HÉR og vertu vinur okkar á Facebook.

Nýjast