Þorgerður um kjötlausan fund katrínar: „kaldhæðni, hugsunarleysi eða bara leiktjöld“

Lands­fund­ur Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs fer fram um helgina á Grand hót­eli í Reykjavík. Þetta er ell­efti lands­fund­ur flokks­ins og í fyrsta sinn verður fund­ur­inn papp­írs­laus og kjöt­laus. Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá flokkn­um að veit­ing­ar voru vald­ar með hliðsjón af kol­efn­is­spor.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fjallar um landsfundinn og veltir fyrir sér hvort veganyfirlýsingin sé kaldhæðni, hugsunarleysi eða „bara leiktjöld.“

„Margir hafa bent á að vegan hafi jákvæð áhrif á heilsu og umhverfi og geti vissulega minnkað kolefnisfótspor. Ég styð valfrelsi fólks í þeim efnum alla leið. En ég er ekki viss með þessa veganhelgaryfirlýsingu VG. Ég velti fyrir mér hvort þetta sé kaldhæðni, hugsunarleysi eða bara leiktjöld.“

Þorgerður Katrín bætir við að VG hafi verið í fararbroddi og í samkeppni við „hina Framsóknarflokkana“ um að framleiðslutengja landbúnað upp á tugi milljarða.

„Aðallega í þágu milliliðanna en ekki bænda, neytenda og hvað þá náttúrunnar sjálfrar.“

Þorgerður Katrín bætir við:

„Framleiðið, framleiðið, framleiðið hafa verið skilaboðin frá VG í gegnum árin þannig að heilu kjötfjöllin hafa myndast. Það sem við gátum ekki borðað fór síðan í útflutning enda framleiðslan 150% umfram þörfina á innanlandsmarkaði.“

Þorgerður bætir við að miklu nær hefði verið fyrir Vinstri græna, hefðu þau viljað vinna gegn kolefnisfótsporinu, að þau hefðu borað kjöt alla helgina, kvölds og morgna og ekki linnt látum. Þorgerður segir:

„Og gefið síðan frá sér yfirlýsingu um að þau ætluðu að koma með okkur í að breyta landbúnaðarstefnunni. Með áherslu á landrækt fyrir bændur, neytendur og umhverfi.
Allt lítur þetta vel út á yfirborðinu hjá VG en þegar betur er að gáð fara hljóð og mynd ekki saman. Og ekkert breytist.“