Þórdís elva: „neyddar til að leika í gamansýningum með dáið barn í maganum“ – fær hærri bætur en 17 ára stúlkan sem var nauðgað heila helgi

Atla Rafni Sigurðssyni voru í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar 5,5 milljónir króna í bætur og eina í málskostnað eftir að honum var sagt upp í Borgarleikhúsinu. Atli var sakaður um að hafa beitt konur kynferðislegri áreitni í leikhúsinu. Atli neitaði og fór síðan í mál gegn leikhúsinu og Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra.

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir leikkona, rithöfundur og aktívisti gagnrýnir niðurstöðuna harðlega í pistli á Facebook. Hún byrjar á því að segja frá því að hún þekki ...

„ ... leikkonur sem voru neyddar til að leika í gamansýningum með dáið barn í maganum og brostið hjarta, og hættunni á að það færi að sturtublæða í miðri sýningu, en þær fengu ekki frí til að syrgja og láta skafa út fóstrið. Ég þekki leikkonur sem hafa verið reknar úr hlutverkum sínum því þær fitnuðu, því röddin á þeim fór í taugarnar á einhverjum, eða \af því bara\'.“

Hún bætir við að hún þekki leikkonur sem voru neyddar til að leika á sviði við hlið manna sem káfuðu á kynfærum þeirra og skipti engu þó þær sögðu frá því. Einnig þekki hún leikkonur sem hafi verið vikið úr sýningum rétt fyrir frumsýningu þar sem þær ógnuðu egói leikstjórans. Þeirra réttur var enginn