Þorbjörg vill ekki fá varaforseta Bandaríkjana til landsins – „Hrein og klár vanvirðing“

Fréttir af öðrum miðlum dv.is

Þorbjörg vill ekki fá varaforseta Bandaríkjana til landsins – „Hrein og klár vanvirðing“

Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifaði skoðanapistil á Vísi vegna fyrirhugaðrar en óstaðfestrar komu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til Íslands. Þorbjörg er formaður Samtakanna ‘78 sem eru Hagsmuna- og baráttusamtök hinsegin fólks á Íslandi. 

Þetta er aðeins brot úr frétt DV: Hér má lesa fréttina í heild sinni.

„Í fréttum undanfarið hefur farið töluvert fyrir fyrirhugaðri en þó óstaðfestri komu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til Íslands. Lítið hefur þó verið fjallað um þá staðreynd að hann er mótfallinn sjálfsögðum mannréttindum hluta íslensku þjóðarinnar. Hinsegin fólk á Íslandi þarf að sitja undir því að íslensk stjórnvöld vinni nú hörðum höndum að komu manns sem hefur allan sinn feril – í stjórnmálum og utan þeirra – barist af fullum krafti gegn hinsegin réttindum. Við skulum tæpa á nokkrum atriðum.

Þorbjörg minnir á það að Mike Pence er á móti hjónaböndum samkynhneigðra auk þess sem hann er fylgjandi því að hinsegin fólki sé mismunað.

„Hann er svo eindregið á móti þeim að árið 2013 skrifaði hann sem ríkisstjóri undir lög í Indiana sem gerðu það refsivert fyrir samkynja pör að reyna að sækja um hjónavígsluvottorð. Mike Pence er fylgjandi því að okkur sé mismunað. Hann telur það eðlilegt að fólk megi neita okkur um þjónustu fyrir það hver við erum. Sem ríkisstjóri skrifaði hann undir lög árið 2015 sem veittu heimild til mismununar á hinsegin fólki á grundvelli trúarskoðana.“

Þorbjörg segir einnig að allar áætlanir um komu Mike Pence til landsins vanvirði samfélag hinsegin fólks á Íslandi.

Þetta er aðeins brot úr frétt DV: Hér má lesa fréttina í heild sinni.

Nýjast