Þórarinn: „ertu gjörsamlega úti að skíta teitur atlason?“

„Ég nenni yfirleitt ekki að bösta fólk fyrir húmor en verð samt að segja að “Brandarasíða fyrir lengra komna 18+” er ansi áhugaverð. Hérna er aldur og málfrelsi réttlæting fyrir því að vera rasisti. Nýjasta dæmið er kona á suðurnesjum sem gerir grín af húðlit fólks og fullt af Íslendingum taka undir. Ég hélt að við værum komin aðeins lengra … bara pínu …“

Þetta segir Þórarinn Leifsson, rithöfundur, á Facebook síðu sinni í dag. Þórarinn gagnrýnir harðlega konu sem birti brandara á brandarasíðu á Facebook. Mikil umræða skapaðist á vegg Þórarins um brandarann og voru flestir sammála að um að þetta væri ósmekklegur brandari. Þá ssagði Þórarinn á öðrum stað:

„Ég er alveg gáttaður en skil þeirra sjónarmið. Þau eru einfaldlega það heimsk að þau halda að málfrelsi réttlæti hreina og klára manvonsku. Nota meir að segja Fóstbræður sem argument. Eins og Gnarr myndi segja svona brandara.“

Meðal þeirra sem tók þátt í samræðunum var Teitur Atlason, varaborgafulltrúi Samfylkingarnar í Reykjavík, að einhvers staðar þurfi vondir að vera.

„Þetta er meinlaus brandarasiða. Það er sérstaklega tekið fram að sumir gætu móðgast. Einhvers staðar verða vondir að vera. Mér finnst vont þegar fólk leitar með logandi ljósi eftir hlutum til að móðgast yfir. Draga þá fram fyrir skrílinn og benda á með titrandi fingri. Alveg ömurlegt.“

Hér að neðan má svo sjá umræddan brandara.

\"\"

Þórarinn svaraði þessum ummælum Teits og sagði að sykurhúðað kynþáttahatur væri ekki í lagi.

„Ég var ekki að leita að neinu, Teitur Atlason. Hvaða bull er þetta? Núna er árið 2019. Sykurhúðað kynþáttahatur er ekkert í lagi. Ég er að vinna í ferðaþjónustu. 20 prósent af mínum kúnnum eru með dekkra litarhaft en ég. Á ég að endurtaka þennan brandara fyrir þau? Ertu gjörsamlega úti að skíta Teitur Atlason? Leita með logandi ljósi? Ég leita núna með logandi titrandi ljósi að glætu í þínum furðuhaus.“