Þora ekki inn vegna fíkla

 Á kaffistofu Samhjálpar koma að mestu karlar. Margir af erlendum uppruna, sem farandverkamenn austur úr Evrópu og svo hælisleitendur að bíða sinna mála. Nokkrar konur eru þó þar um. Öll notkun vímuefna er bönnuð innan Kaffistofunnar en stanslaust þarf að vakta það og baráttan við það er oft hörð, segja talsmenn kaffistofunnar í þætti Hringbrautar í kvöld. Íslenskar konur sem eru á götunni hafa hika nú við að fara þangað inn vegna kynferðislegrar áreitni. Vörður Leví, framkvæmastjóri Samhjálpar segir þetta augljós merki að meiri aðstoð þurfi við þá heimilislausu og aðra hópa sem þau hafa ekki reiknað með og eru allt öðruvísi en skjólstæðingar þeirra yfirleitt. Kaffistofan er að miklu til fyrir matarlausa en aðrir hópar séu að gera sig heimakomna sem fallli ekki  undir þá hjálp sem samtökin veita.