Þóra ekki aftur í forsetaframboð

Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir tekur allan vafa af því í nýju forsíðuviðtali tímaritsins MAN að hún ætli ekki aftur í forsetaframboð en sem kunnugt er naut húns næstmest stuðnings í síðasta kjöri, árið 2012.


Hún segir hörkuna í slagnum hafa komið sér á óvart á sínum tíma - og greinir ítarlega frá eðli hennar og áhrifum á sig í viðtalinu sem er persónulegt og opinskátt.


Þegar niðurstöður kosninganna lágu fyrir tilkynnti Þóra að hún ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram og í viðtalinu segir hún það ekki hafa breyst. „Hugurinn stefnir í aðrar áttir og ég hef ekki verið að nýta undanfarin ár til að undirbúa mig fyrir framboð aftur. Það er bara ekki þannig sem minn karakter virkar. Þetta reyndist ekki vera eitt af því sem ég mun gera í lífinu,“ segir Þóra í MAN. . „Þessi reynsla var mjög góð að mörgu leyti. Í fyrsta lagi lærði ég að það eru ekki eru allir viðhlæjendur vinir.“