Þor­björn þórðar­son segir upp: „það svo sem stóð alltaf til á sín­um tíma“

Þor­björn Þórðar­son hefur starfað hjá Stöð 2 í tíu ár. Hann hefur nú sagt starfi sínu lausu og flytur sig yfir á lögmannsstofu þann 1. september næstkomandi. Um er að ræða nýja stofu sem opnar í haust og verður betur kynnt síðar. Þorbjörn fékk í júní málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Morgunblaðið greinir frá þessu.

Þorbjörn segir að það hafi verið kominn tími á nýja áskorun og lögmennskan hafi ávalt heillað. Þá segir hann að starfslokin séu gerð í góðri sátt. Þorbjörn segir:

„Það svo sem stóð alltaf til á sín­um tíma að fara þangað á end­an­um svo það má segja að þetta sé í raun og veru eðli­legt fram­hald af því að hafa fengið mál­flutn­ings­rétt­ind­in.“