Þöggunin áberandi í máli Jóns Baldvins

Ingibjörg Dögg og Steingerður mæta í Ritstjórana í kvöld:

Þöggunin áberandi í máli Jóns Baldvins

Það athyglisverðasta við mál Jóns Baldvins Hannibalssonar og ásakanir fjölda kvenna um kynferðislega áreitni hans á síðustu árum og áratugum er hvað þöggunin hefur verið viðvarandi.

Þetta segja þær Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar og Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri Vikunnar sem eru gestir Sigmundar Ernis í Ritstjórunum í kvöld, en þátturinn er nú hluti frétta- og umræðuþáttarins 21 sem hefst klukkan 21:00 eins og nafn hans gefur til kynna.

Þær ræða um hikið sem kom á flesta aðra fjölmiðla þegar Stundin kom fram með úttekt sína á máli Jóns Baldvins fyrir helgina, en enn séu dagblöð og ljósvakar að tipla á tánum í kringum mál af þessu tagi - og taki þau ekki endilega sömu föstu tökum og aðra meinta alvarlega glæpi.

Ritstjórarnir rifa munninn í lok fréttaþáttarins í kvöld, en þar á undan verður fjallað um umhverfismálin og stöðu heimilanna í landinu. 

Nýjast