Þjóðverjar nú með flest verðlaun

Það er mikill hiti í keppni þjóðanna um medalíurnar á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang þó hrollkalt sé á mótsvæðinu og kuldinn fari allt niður í 15 stiga frost.

Eftir keppni þriðjudagsins var Þýskaland efst í keppninni um verðlaunapeningana eftir góðan dag í sleðakeppninni, með alls 10 verðlaun: 6 gull, 2 silfur og 2 brons. Hollendingar voru í öðru sæti með 4 gull, 4 silfur og 2 brons; Bandaríkin í því þriðja með 4 gull, 1 silfur og 2 brons; Noregur í fjórða sæti með 3 gull, 5 silfur og 3 brons; Kanada í fimmta sæti með 3 gull, 4 silfur og 3 brons og síðan Frakkar með 2 gull, 1 silfur og 2 brons.

Á mánudag voru Norðmenn í efsta sætinu, en frændur okkar hafa þó enn vinninginn í fjölda verðlaunapeninga, eða 11.

Svigkeppni kvenna sem átti að vera í dag hefur verið frestað fram á fimmtudag vegna veðurs.