Fastir í krónunni en aðrir geta farið úr henni

„Í stað þess að íslenska þjóðin skipt­ist í fjár­magns­eig­endur og arð­rænt launa­fólk þá skipt­ist hún ann­ars vegar í þá sem geta farið inn í og út úr gjald­miðl­inum og hina sem eru fast­ir.“

Þetta segir Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands, í ítar­legri grein sem kemur til áskrif­enda Vís­bend­ingar á morg­un. Í grein­inni, sem ber heitið Bylt­ing í krónu­land­i!, fjallar Gylfi um und­ir­stöður stétta­bar­átt­unnar og hvernig hún birt­ist í raun og veru á Ísland­i. 

Að hans mati liggur mun­ur­inn á hóp­unum innan íslenska hag­kerf­is­ins í því, að sumir geta farið úr „krónu­landi“ en aðrir ekki. „Í krónu­hag­kerfi þar sem fjár­magns­flutn­ingar á milli landa eru leyfðir er aðstöðu­munur á milli launa­fólks og fjár­magns­eig­enda. Dæmi­gerður launa­maður á fast­eign, skuldar fast­eigna­lán og safnar rétt­indum í líf­eyr­is­sjóði. Ef hann nú býst við því að gengi krón­unnar lækki þá áttar hann sig fljótt á a hann er fastur í krónu­hag­kerf­inu og getur fátt gert til þess að verja sig. Fjár­magns­eig­andi er í allt öðrum spor­um. Hann getur milli­fært pen­inga­legar eignir sínar á milli krón­unnar og ann­arra gjald­miðla. Þegar hann býst við að krónan falli þá kaupir hann gjald­eyri og þegar hann býst við því að hún hafi náð botni þá kemur hann aftur inn í krón­una og hagn­ast á geng­is­styrk­ingu henn­ar. Hann getur jafn­vel haft pen­inga­legar eignir sínar í erlendum böndum eða skatta­skjól­um.

Nánar á

https://kjarninn.is/frettir/2018-12-06-gylfi-thjodin-skiptist-i-tha-sem-eru-fastir-i-kronunni-og-tha-sem-geta-farid-ur-henni/