Þjóðernishyggju var aldrei útskúfað á íslandi

Margir þjóð­ern­ispopúl­ískir stjórn­mála­flokkar hafa kom­ist til áhrifa á Norð­ur­löndum á und­an­förnum árum. Eríkur Berg­mann, stjórn­mála­fræði­pró­fessor við Háskól­ann á Bif­röst, hefur gert sam­an­burð­ar­rann­sókn á upp­gangi þjóð­ern­ispopúl­ískra flokka á Norð­ur­lönd­um.

Ei­ríkur segir þjóð­ern­ispopúl­ísk sjón­ar­mið ferð­ast í bylgj­um. „Þessir flokkar ná yfir­leitt árangri í ein­hvers­konar bylgju­hreyf­ingu, ein­hverri gusu, þar sem þeir rjúka fram í mörgum löndum á svip­uðum tíma og ná ein­hverri stöðu. Oft hjaðnar stuðn­ing­ur­inn en í næstu bylgju þá verða þeir enn sterk­ari og svo fram­veg­is.“

„Þessar bylgjur koma yfir­leitt í kjöl­farið á ein­hvers­konar áfalli. Yfir­leitt efna­hags­legu áfalli en það getur líka verið með öðrum hætt­i,“ segir Eirík­ur.

Þjóð­ern­ispopúl­ismi og hat­urs­orð­ræða er til umfjöll­unar í þætti Kjarn­ans á sjón­varp­stöð­inni Hring­braut sem frum­sýndur verður í kvöld, mið­viku­dag klukkan 21:00. Auk Eiríks er Sema Erla Serdar, bar­áttu­kona gegn hat­urs­orð­ræðu, gestur Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar.

„Svo er Ísland alveg sér mál. Hér er þjóð­ern­is­hyggja miklu almenn­ari og við­tekn­ari svo hún birt­ist með öðrum mynd­um,“ segir Eiríkur um festu þjóð­ern­ispopúl­isma hér á landi sam­an­borið við önnur Norð­ur­lönd. „Þrátt fyrir að þjóð­ern­ispopúl­ismi sé til staðar í öllum ríkjum Norð­ur­land­anna þá birt­ist hann með ótrú­lega ólíkum hætti. Og það er það sem gerir þetta við­fangs­efni svo áhuga­vert.“

„Þjóð­ern­is­hyggja, öfugt við ann­ars staðar í Vest­ur­-­Evr­ópu var aldrei útskúfuð á Íslandi. Hún var við­tekin og liggur í raun­inni sem eins­konar und­ir­lag undir allri póli­tík í land­in­u,“ segir Eiríkur um rætur nútíma­þjóð­ern­is­hyggju á Íslandi. Ástæðu þess að þjóð­ern­is­hyggju hefur verið mætt með meira umburð­ar­lyndi hér á landi en ann­ars staðar má finna í sjálf­stæð­is­bar­áttu þjóð­ar­inn­ar.

12 pró­sent fylgi við and­spyrnu við múslima

Þrjú dæmi má nefna um stjórn­mála­flokka sem náð hafa að auka fylgi sitt með þjóð­ern­ispopúl­ískum hætti. „Fyrsti stjórn­mála­flokk­ur­inn sem nær máli á þessum grunni er Frjáls­lyndi flokk­ur­inn haustið 2006. Þá vil ég greina hann frá þeim Frjáls­lynda flokki sem var á und­an,“ segir Eirík­ur.

Frjáls­lyndi flokk­ur­inn mæld­ist í októ­ber 2006 með um tvö pró­sent fylgi en kosið var um vorið 2007. „Þeir fara í sam­ræmdar aðgerðir gegn inn­flytj­end­um, sér í lagi múslim­um. Þeir rjúka upp í ríf­lega 12 pró­sent á einum mán­uði og bjarga sér síðan frá falli út af þingi vorið eft­ir.“

Annað dæmi um þetta var fram­boð Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík 2014, sem Eiríkur vill einnig greina frá öðrum öngum Fram­sókn­ar­flokks­ins. Flokk­ur­inn lék sama leik og Frjáls­lyndi flokk­ur­inn þegar hann mæld­ist með um tvö pró­sent fylgi. „Það er svo­lítið athygl­is­vert að þegar þau fara gegn bæna­húsi múslima, þá fara þau [flokk­ur­inn] líka upp í 12 pró­sent, alveg eins og Frjáls­lyndi­flokk­ur­inn. Þetta er eig­in­lega of líkt til þess að það geti bara verið til­vilj­un.“

Þriðja dæmið má svo færa rök fyrir að sé Flokkur fólks­ins. „Þessir flokkar eru kannski ekki fyrst og fremst þjóð­ern­ispopúl­ískir en þeir nota svip­aðar aðferðir og fara inn í þetta mengi. Stundum bara tíma­bund­ið,“ segir Eirík­ur.

Við­talið má sjá í heild í Kjarn­anum á Hring­braut klukkan 21:00 í kvöld, mið­viku­dag.