Þjóðbraut í kvöld kl.21

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins segir á Þjóðbraut í kvöld að hann óttist ekki um stöðu sína sem formaður flokksins þrátt fyrir vantraust meðal þingmanna flokksins.

Margrét Erla Maack í Reykjavík Kabarett mæta í þáttinn ásamt Lárusi Blöndal sem einnig er í „kabarett fjölskyldunni“. Skrautlegri sýning finnst ekki á íslensku sviði um þessar mundir.

Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra kemur í upphafi þáttar og segir afstöðu sína gegn stóriðju ekki hafa áhrif á erfiðleika kísilvera til að fjármagna sig um þessar mundir.

Ólafur Arnarsson, formaður Neytendasamtakanna fer yfir þjónustu Costco sem opnar næsta þriðjudag og einnig verðlag H&M á Íslandi.

Þátturinn er á milli 21 og 22 á fimmtudögum og svo endursýndur.