Og Brexit rennur út í sandinn

Það kunna að verða merkustu úrslit bresku kosninganna

Og Brexit rennur út í sandinn

Fréttaskýrendur brjóta nú til mergjar bresk stjórnmál. Theresa May forsætisráðherra Stóra-Bretlands segir þungbæra þá ákvörðun sína að biðja neðri málstofu parliamentsins um að heimila þingrof. Án efa samþykkir rúmur meirihluti þingmanna þessa beiðni forsætisráðherrans. 

Á fréttavef breska ríkisútvarpsins (BBC) er sagt að áform um útgöngu úr ESB hafi ráðið mestu um að forsætisráðherrann tók þessa ákvörðun þvert ofan í fyrri staðhæfingar um að þing yrði ekki rofið. Hinn 8.júní nk. endurnýjar Theresa May líkast til umboð sitt. Bæði sem forsætisráðherra og sem leiðtogi Íhaldsflokksins.

Einhverjir þingmenn úr öllum flokkum ná ekki endurkjöri. Íhaldsflokkurinn kynnir fyrir kosningarnar nýja kosningastefnuskrá sem verður ólík stefnuskránni sem Íhaldsflokkurinn bauð upp á fyrir þingkosningar árið  2015. Theresa May myndar nýja ríkisstjórn og hún er með nýja pólitíska málefnaskrá sem er alfarið hennar málefnaskrá.

Leiða má líkur að því að Verkamannaflokknum og skoska Þjóðarflokknum vegni ekki vel í kosningunum. Þetta eru þó frekar getgátur fréttaskýrenda sem byggja á víxl á óskhyggju um hrakfarir og á svimandi bjartsýni.

Eitt er víst. Ef velgengni Íhaldsflokksins í kosningum er slík að flokkurinn er með yfirgnæfandi þingmeirihluta þá getur Theres May gengið framhjá fjölmörgum endurkjörnum þingmönnum sem nú eru henni í senn ljár í þúfu og Þrándur í Götu.

Þá getur Theresa May hagað kosningabaráttunni þannig að úrslit kosninganna megi skilja sem svo að kjósendur hafi í raun hafnað öllum áformum um útgöngu úr ESB.

Þar með leysist upp að mestu - en ekki að öllu leiti - trúverðugleiki skoska Þjóðarflokkksins. 

Og Brexit rennur út í sandinn. 

Nánar www.bbc.com  www.theguardian.com

 

 

 

Nýjast