Þetta eru 10 dýrustu borgirnar til að sækja heim: reykjavík ný á lista

CNN birtir í dag lista yfir tíu dýrustu borgir í heimi þegar kemur að ferðalögum. Reykjavík var ekki á listanum á síðasta ári enn stekkur beint í sjötta sætið. Er reykjavík dýrara en San Francisco, Basel í Sviss og Los Angeles. Í úttektinni á CNN segir að Reykjavík sé ekki aðeins dýr fyrir ferðamenn, heldur líka þá sem hér búa. Þá hafi verð á hótelgistingu rokið upp undanfarið og það eigi stóran þátt í hversu dýrt sé að sækja Ísland heim.

Tíu dýrustu borgirnar til að ferðast til eru eftirfarandi. Verðið sem uppgefið er í dollurum er sá kostnaður sem áætlaður er á dag.

1. New York, Bandaríkin -- $799

2. Geneva, Sviss -- $716

3. Zurich, Swiss -- $661

4. Washington DC, Bandaríkin -- $621

5. París, Frakkland -- $617

6. Reykjavík, Ísland -- $615

7. San Francisco, Bandaríkin -- $581

8. Basel, Sviss -- $579

9. Los Angeles, Bandaríkin -- $578

10. Bern, Sviss -- $576