Þetta er raunveruleikinn: laun þingmanna voru leiðrétt - ekki öryrkja

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata sagði í ræðu á þingi að alþingismenn hefði verið bættur þann skaði þegar þeir sátu eftir í hruninu og tóku á sig leiðréttingu.

„Öryrkjar eru ekki búnir að fá leiðréttingu,“ sagði Jón Þór þegar rætt var um frumvarp Flokks fólksins sem vill að lágmarksframfærsla verði 300 þúsund krónur. Miðjan fjallaði einnig um málið. Jón Þór sagði:

 „Þingmenn lentu líka í því að sitja eftir eftir hrun, meira að segja lækka launin sín eitthvað. Með úrskurði kjararáðs sem þingið vildi ekki snúa við skjótast þingmennirnir langt fram úr almennri launaþróun. Svo hefur það verið fryst síðan þá, á árinu 2016, þegar kjararáð tók þessa ákvörðun.“

Bætti Jón Þór við að þingmenn væru með laun umfram almenna launaþróun.  

„Það er raunveruleikinn í stöðunni og þegar þessi hækkun var gerð var hún meira að segja afturvirk.“