Þetta er ástæðan fyrir því að foreldrar þínir kalla þig oft nafni systkina þinna

Það kannast líklega flestir við það að foreldrar þeirra ruglist á nöfnum systkinahópsins og margir hafa jafnvel verið kallaðir nöfnum annara ástvina tengdum foreldrum þeirra.

Það sem fæstir vita þó er að fræðimenn hafa rannsakað þennan rugling og komist að ástæðu fyrir því hvers vegna fólkl á það til að misnefna börnin sín í gríð og erg.

Ástæðan er sú að systkinahópurinn tilheyrir sama flokki í heilastöðvum foreldra sina og aðrir nánir ástvinir geta tilheyrt sama flokki.

Ef þú hefur til dæmis ruglast á nafni systur þinnar og bestu vinkonu þinnar þá er ástæðan sú að þú berð sambærilegar tilfinningar til þeirra beggja. Höfundur rannsóknarinnar, David Rubin, sem er prófessor í sálfræði og taugavísindum segir ástæðuna ekki tengjast nöfnunum sjálfum heldur séu þau hugræn og komi upp um það hverjir tilheyra hvaða hópi.

„Við flokkum fólk ósjálfrátt í svokallaðar hugarmöppur. Það eru til dæmis vinir, vinnufélagar og fjölskylda. Við eigum þó til að rugla innihaldi möppunnar saman. Þess vegna misnefnum við fólk. Stundum heyrðum við meira að segja fólk ruglast á nafni barnanna sinna og hundinum.“