Þekktur lögmaður segir að ágúst ólafur sé að skrópa

Í okkar ófullkomna heimi þýðir ekki að skjóta mýflugur með fallbyssum,“ segir Einar Gautur Steingrímsson, hæstaréttarlögmaður, í viðtali við dv.is, en hann telur allt of langt gengið með launalausu leyfi Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Ágúst Ólafur tilkynnti um það í gærkvöld að hann hafi ákveðið að taka sér tveggja mánaða launalaust leyfi frá þingmennsku og leita sér aðstoðar, eftir að siðanefnd Samfylkingarinnar fjallaði um kvörtun á hendur honum. Atvikið snerist um að Ágúst Ólafur óskaði eftir kossi konu einnar og fór síðan um hana hraksmánarlegum orðum er hún vildi ekki þýðast hann. Ágúst Ólafur lýsir atvikinu svo:

„Kvöld eitt í byrjun sumars hitti ég konu á mínu reki á bar í miðbæ Reykjavíkur. Við könnuðumst lítillega við hvort annað, tókum saman tal og í kjölfarið fórum við saman yfir á vinnustað hennar. Þegar þangað var komið héldum við samræðunum áfram. Því miður hafði ég misskilið illilega á hvaða forsendum við vorum stödd þar og nálgaðist ég hana tvívegis óumbeðinn og spurði hvort við ættum að kyssast. Svar hennar var nei og hún gaf mér skýrt til kynna að það væri ekki í boði með því að banda mér frá sér. Tekið skal fram að það var algerlega mín ranga ályktun að slíkt væri í boði.“

Nánar á


http://www.dv.is/frettir/2018/12/08/thekktur-logmadur-segir-ad-agust-olafur-se-ad-skropa-vinnunni-hann-bara-ad-maeta/