Þegar Árni sparkaði í rassinn á Össuri

Dv.is er með þessa samantekt

Þegar Árni sparkaði í rassinn á Össuri

Dag einn í nóvember 1995 hélt Össur Skarphéðinsson, þáverandi þingmaður Alþýðuflokksins, ræðu á þinginu sem var öðrum þingmanni, Árna Johnsen, ekki að skapi. Össur hafði orð á því í lokin að hann teldi sig heyra háttvirtan þingmann Árna Johnsen hrista höfuðið yfir því sem fram fór.
 
DV tók saman nokkrar eftirminnilegar uppákomur sem hafa átt sér stað innan veggja Alþingishússins í gegnum tíðina.  Greinin birtist í heild sinni í nýjasta helgarblaði DV en hér fyrir neðan má lesa stutt brot.
 
Árni brást illa við þessum ummælum Össurar og elti hann fram á gang þinghússins þar sem hann greip í eyra hans og heimtaði að tala við hann. Þegar Össur ætlaði að ganga í burtu tók Árni sig til og sparkaði hressilega í afturendann á honum þannig að Össur féll niður stiga og hlaut minniháttar áverka.
Nánar á

Nýjast