Þáttur um samspil byggðaþróunar og verndarsvæða

Hvernig fara aðrar þjóðir að því að hagnýta náttúrugæði og menningararf á verndarsvæðum á borð  við þjóðgarða? Hvað getum við Íslendingar lært af þeim? Sunnudaginn 23. september kl. 21 verður þáttur á Hringbraut um ráðstefnu sem haldin var um þetta efni undir heitinu „Verndarsvæði og þróun byggðar.“

Á þessari alþjóðlegu ráðstefnu, sem fór fram í Veröld, húsi Vigdísar, sögðu sex erlendir fyrirlesarar frá fjölbreyttum leiðum sem hægt er að fara við samspil byggðaþróunar og náttúruverndarsvæða. Í þættinum er farið yfir nýstárlegar, áhrifamiklar eða þaulreyndar lausnir sem oft eru sniðnar að aðstæðum á hverjum stað. Einnig er tekið dæmi af þeim möguleikum sem Snæfellsnes býr yfir.

Ráðstefnan fór fram á vegum Hrífanda, félags um náttúrumenningu. Stofnandi þess er Sigurður Gísli Pálmason verslunarmaður. Á myndinni er hann ásamt Salvöru Jónsdóttur ráðstefnustjóra og fyrirlesurunum sex.