Þjóðbraut: dökk skýrsla arion

Áætlanir um byggingu húsnæðis hafa ekki staðist, byggja þarf að minnsta kosti 8000 íbúðir á næstum þremur árum til halda í við fólksfjölgun og þá er ekki tekið tillit til uppsafnaðar þarfar.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri og ítarlegri skýrslu greiningardeildar Arion banka um húsnæðismarkaðinn – Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá bankanum verður á Þjóðbraut í kvöld og teiknar upp þá mynd sem kemur fram í skýrslunni og er fordæmalaus. 

Erna Björk segist geta tekið undir það að þetta sé dökk skýrsla, fasteignaverð hafi hækkað á einu ári um 15 til 20 prósent og langt umfram aðrar verðlagshækkanir.