Þarf alltaf að vera vín?

Heilsuráð Helgu Maríu #5:

Þarf alltaf að vera vín?

Á heitum sumardögum þá hefur það tíðkast að fá sér einn drykk í sólinni, jafnvel tvo. En nú er staðan önnur og það margir sólardagar að betra er að finna heilsusamlegri drykki til að njóta í hitanum.

Við þekkjum öll neikvæð áhrif áfengis á líkamann allan. Sem dæmi hefur áfengi slævandi áhrif á taugakerfið og truflar heilastarfsemi, það ertir slímhimnuna í meltingarfærum og getur valdið magasárum og bólgum. Við drykkju fer lifrin að nýta alkóhól sem orkuefni í stað fitu sem safnast þá upp í lifrarvefnum og leiðir til svokallaðrar fitulifrar. Áfebgisdrykkja skerðir gæði svefnsins, þurrkar líkamann og getur hækkað blóðþrýstinginn og aukið hættu á heilablæðingu. Ég held að við getum öll verið sammála um að áfengi hefur í raun slæm áhrif á alla líkamsstarfssemina og eykur líkur á öllum krabbameinum.

Ég held að ég þori að staðfesta að engin börn hafi gaman af drykkju foreldra og því mæli ég með því að nota fríið í heilsusamlegt líferni og samverustundir. Það eru stundirnar sem við munum eftir.

Drykkir sem ég mæli með:

Ég nota kókosvatn sem grunn en auðvitað má einnig nota kalt vatn.

* Kókosvatn, mangó, banani og hindber í blandara og setja klaka og jafnvel myntu ofan í

* Kókosvatn, mynta, lime

* Broccoli, 1/2 sítróna, blómkál, gulrót og hreinn eplasafi

Njótið síðan í sólinni.

Nýjast