Þarf að koma böndum á leigumarkaðinn

Þarf að koma böndum á leigumarkaðinn

Margrét Kristín Blöndal / Mynd: RÚV
Margrét Kristín Blöndal / Mynd: RÚV

Í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs kom m.a. fram að leiguverð hafi hækkað meira en íbúðaverð og laun á síðasta ári. Margrét Kristín Blöndal, formaður Samtaka leigjenda, segir þörf á að koma böndum á leigumarkaðinn. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

„Þetta er í samræmi við okkar reynslu. Leiguverð hækkar og hækkar. Við höfum talað fyrir því að það sé nauðsynlegt að setja verðþak á húsaleigu. Það hafa verið stjórnlausar hækkanir og þessar tölur undirstrika mikilvægi þess að komið verði böndum á leigumarkaðinn. Það þarf lög og reglur um hann,“ segir Margrét Kristín í samtali við Morgunblaðið.

Margrét Kristín segir einnig mikla þörf á hagkvæmu leiguhúsnæði og nefnir sem dæmi að um 800 manns séu á biðlista hjá Félagsbústöðum.

Í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs kom fram að leiguverð hafi hækkað um 8,3 prósent á sama tíma og íbúðaverð hækkaði um 6,2 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt Hagstofu Íslands er hækkun launa milli ára áþekk hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, eða 6,5 prósent.

Nýjast