Það ríkir pólitískt vopnahlé í landinu

Steingrímur J. Sigfússon ræðir um 20 ára sögu VG:

Það ríkir pólitískt vopnahlé í landinu

Það ríkir pólitískt vopnahlé i landinu - og kringumstæðnanna vegna var það nauðsynlegt eftir áralangt uppnám í stjórnmálunum hér á landi. Ég er hins vegar efins um hvort vopnahlé af þessu tagi eigi að vara lengur en eitt kjörtímabil.

Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon í hressilega pólitísku samtali sínu við Sigmund Erni í fréttaþættinum 21 á Hringbraut í kvöld þar sem þeir gera upp 20 ára sögu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, en Steingrím má auðveldlega kalla guðföður VG, hann var enda formaður hreyfingarinnar um langt árabil frá stofnun hennar.

Hann segir áhrif VG ríkuleg í íslenskri pólitík, hreyfingin hafi skipt öllu máli fyrir kvenfrelsis- og umhverfismál í íslenskri þjóðmálaumræðu - og reynst vera nauðsynlegur kostur til vinstri á stjórnmálasviðinu; fólkið yst til vinstri í gamla Alþýðubandalaginu og Kvennaframboðinu átti þegar til kastanna kom aldrei samleið með Samfylkingunni sem átti að vera heildarsvarið á vinstri vængnum fyrir tveimur áratugum. Sagan hafi sýnt annað og kjósendur sannað það svo ekki verður um villst að VG hafði hljómgrunn þá sem nú.

Viðtalið við Steingrím er sem fyrr segir að finna í fréttaþættinum 21 í kvöld.

 

Nýjast