Telja stjórnina lifa af veturinn

Það er ekkert sem bendir til annars en að stjórnin lifi af veturinn sem er fram undan, jafnvel þótt kjaramálin verði henni erfið og einstaka upphlaup þingmanna sem verða þó öðru frmur til heimabrúks í þeim ólíku stjórnmálaflokkum sem mynda ríkisstjórn Íslands.

Þetta er tónninn í Boga Ágústssyni fréttamanna á RÚV og Valgerði Jóhannsdóttur, aðjúnkt í blaða- og fréttamennsku á stjórnmálafræðisviði Háskóla Íslands sem eru geestir Sigmundar Ernis í Ritstjórunum í kvöld, en fyrir utan þingveturinn fer mestur þunginn í umræðu um ríkisaðstoð við einkatekna miðla, stöðu RÚV á markaðnum - og falsfréttir sem ógna fréttamennsku nú um stundir, en þar er leikurinn frá því flokksblöðin voru og hétu að endurtaka sig í nýrri mynd, raunar án ábyrgðar þeirra sem dreifa haganlega samsettum sannleikanum.

Ritstjórarnir byrja kum lukkan 21:30 og eru nú hluti frétta- og umræðuþáttarins 21 á Hringbraut.