Tekjur áhrifavalda: snorri með 1,5 milljónir en sunneva ýr 229 þúsund

Snorri Rafnsson, betur þekktur sem Vargurinn, er með 1,5 milljónir króna í laun en áhrifavaldurinn Tanja Ýr Ástþórsdóttir er með 93 þúsund. Þetta kemur fram í Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þá telur Tekjublaðið nauðsynlegt að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2018. Þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá.

Í blaðinu sem kom út í dag er að finna tekjur 25 áhrifavalda.

Birgitta Líf Björnsdóttir er í öðru sæti á listanum með 888 þúsund krónur og í þriðja sæti er Camilla Rut Rúnarsdóttir með 710 þúsund.

Garðar Viðarsson, betur þekktur sem Gæi er með 532 þúsund á mánuði og Hjálmar Örn Jóhannsson fær 436 þúsund krónur.

Herra hnetusmjör fær 369 þúsund.

Viðar Skjóldal, kallaður Enski fær 308 þúsund.

Sunneva Ýr Einarsdóttir er með 229 þúsund krónur á mánuði.

Alda Karen sem hélt umdeildan fyrirlestur í Hörpu og Laugardalshöll fær 206 þúsund.

Neðst á listanum er svo Tanja Ýr með 93 þúsund.