Tekin með 200 kríuegg

Lögreglan á Suðurlandi:

Tekin með 200 kríuegg

Síðastliðinn laugardag hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af konu sem týndi kríuegg í kríuvarpi við Óseyrarbrú en hún reyndist hafa týnt um 200 egg.  Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á vefsíðu sinni.

Konan kvaðst hafa gert það árum saman á þessum stað. Eggin voru haldlögð og málið er nú til rannsóknar. Ákvæði laga um vernd friðun og veiðar heimila eggjatöku í kríuvarpi fram til 15. júní en skoða þarf hvort eggjatýnslan hafi farið fram innan fuglafriðlands.

Krían verpir einum til þremur eggjum og er 16 daga að unga þeim út. Ungarnir eru fleygir á þremur til fjórum vikum.

Nýjast