Tek­ur und­ir gagn­rýni Karls Gauta á Ingu

Mbl.is er með þessa frétt

Tek­ur und­ir gagn­rýni Karls Gauta á Ingu

„Sem fyrr­ver­andi stjórn­ar­maður og fjár­málaráðsmaður í Flokki fólks­ins, sem ég sagði mig frá vegna trúnaðarbrests við formann flokks­ins, vil ég staðfesta hvert orð í blaðagrein Karls Gauta Hjalta­son­ar, sem hann skrifaði í Morg­un­blaðið, þar sem hann út­skýr­ir um­mæli, sem hann lét falla um formann flokks­ins,“ seg­ir Hall­dór Gunn­ars­son í yf­ir­lýs­ingu sem hann hef­ur sent mbl.is.

Í aðsendri grein sem birt var í Morg­un­blaðinu í gær sagði Karl Gauti Hjalta­son, áður þingmaður Flokks fólks­ins, meðal ann­ars að óeðli­legt væri að formaður flokks­ins, Inga Sæ­land, væri líka prókúru­hafi og gjald­keri flokks­ins.

Þá sagði hann einnig óeðli­legt að son­ur Ingu hefði verið ráðinn á skrif­stofu flokks­ins.

Nánar á

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/01/13/tekur_undir_gagnryni_karls_gauta_a_ingu/

Nýjast