Talnaleikfimi utanríkisráðherra

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra flutti skel­egga ræðu fyrir skömmu á mál­þingi í Háskól­anum í Reykja­vík um 25 ára afmæli EES-­samn­ing­inn. Þar sló hann sann­kall­aða skjald­borg um EES samn­ing­inn og var­aði við því að gera nokkuð það sem gæti leitt til óvissu um rekstur hans. Einnig hvatti ráð­herr­ann til þess að umræðan um EES samn­ing­inn yrði færð upp á hærra plan. Við Evr­ópu­sinnar fögnum þessum ein­dregna stuðn­ingi utan­rík­is­ráð­herra við EES-­samn­ing­inn enda var flest af því sem hann sagði í ræðu sinni eins og músík í okkar eyru.

Það var þó tvennt sem kom okkur á óvart í mál­flutn­ingi ráð­herr­ans. Í fyrsta lagi að við Evr­ópu­sinnar værum komnir í lið með and­stæð­ingum EES-­samn­ings­ins! Það væru þá skrýtnir ból­fé­lag­ar. Við getum full­vissað ráð­herr­ann um ein­dreg­inn stuðn­ing okkar við efni og inni­hald samn­ings­ins. Við Evr­ópu­sinnar höfum svo sann­ar­lega ekki fundað með Mið­flokks­mönnum né Hverfa­fé­lögum Sjálf­stæð­is­flokknum á Klaust­ur­barnum né í Öskju­hlíð­inni um hvernig hægt sé að koma EES samn­ingnum fyrir katt­ar­nef. Við erum aftur á móti til­búin að leggja ráð­herr­anum lið á allan þann hátt sem mögu­legt er til að koma meðal ann­ars þriðja orku­pakk­anum í gegnum Alþingi. Við munum svo sann­ar­lega ekki liggja á liði okkar í stuðn­ingi við þá lög­gjöf.

Nánar á

https://kjarninn.is/skodun/2019-02-08-talnaleikfimi-utanrikisradherra/