Talar um krabbameinið og panamaskjölin

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og innanríkisráðherra, er gestur Þjóðbrautar á Hringbraut í þætti þessa sunnudags. Meðal þess sem hún ræðir eru eigin veikindi og heilsufar og eins tenging hennar og eiginmanns hennar við Panamaskjölin.

Ólöf segist skilja fólk sem er ósátt þegar upplýstist að þrír ráðherrar sömu ríkisstjórnarinnar komi fyrir í fréttum úr Panamaskjölunum. Í þættinum skýrir hún sína hlið.

Málefni hælisleitenda og flóttafólks verða einnig til umræðu sem og samgöngur, en í báðum málaflokkum er mörg verk að vinna.

Ólöf Nordal í Þjóðbraut Hringbrautar nú klukkan tíu.