Ferðalagið: ævintýrafólk - verkafólk

Það er enginn skortur á góðum sögum í lífsstílsþættinum Ferðalaginu á Hringbraut í kvöld, en meðal viðmælenda þar er Áslaug Guðrúnardóttir, markaðs- og kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur sem segir frá jólaferð fjölskyldu sinnar til Taílands.

íbúðaskipti milli landa eru að verða æ vinsælli kostur ferðafólks sem vill sláa tvær flugur hið minnsta í einu höggi; ferðast ódýrt og kynnast útlandinu og menningu þess og sögu í sem mestu návígi, fjarrri helstu túristagildrum áfangastaðarins.

Þetta kemur fram í einkar upplýsandi viðtali við hjónin Önnu Birrgittu Bóasdóttur og Arnlaug Helgason í lífsstílsþættinum Ferðalaginu á Hringbraut í kvöld, en þar deila þau með áhorfendum reynslu sinni af því að skipta við útlendinga á heimilum sínum.

Söngvarinn dáði, Jógvan Hansen er á meðal gesta Lindu Blöndal og Sigmundar Ernis í lífsstílsþættinum Ferðalaginu í kvöld og svarar því þar til af hverju Íslendingar eigi að leggja leið sína til heimalands hans, Færeyja.

Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins fer yfir stöðu verkafólks, sem er um 90 prósent þeirra sem vinna ófaglærð störf í ferðaþjónustunni í viðtali við Lindu Blöndal.

Umsjónarmenn Ferðalagsins eru Linda Blöndal og Sigmundur Ernir.